Kattarjurt (Rorippa islandica)

Distribution

Fremur sjaldgæf, finnst einkum um landið norðanvert (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Tjarnastæði, tjarnarbakkar, lækjarfarvegir, rakar áreyrar og flæðarmál stöðuvatna (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Lágvaxin planta (3–20 sm) með mjög breytilega blaðlögun og örsmá, fjórdeild, gul blóm í klösum. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin 1–4 sm á lengd, afar breytileg að gerð, fjaðurflipótt eða fjaðurskipt, einkum neðan til. Smáblöðin tennt eða sepótt, endasmáblaðið oft áberandi stærra en hin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa í klasa, örsmá, fjórdeild. Krónublöðin gul, mjó, spaða- eða tungulaga, innan við 2 mm á lengd. Bikarblöðin heldur styttri, bleikleit eða grænfjólublá, himurend. Fræflar sex. Frævan ein, um 1 mm á lengd í blóminu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Sívalur, eilítið boginn skálpur, 7–10 mm á lengd og 2–2,5 mm á breidd. Stilkurinn helmingi styttri eða miklu styttri en skálpurinn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Tjarnastæði, tjarnarbakkar, lækjarfarvegir, rakar áreyrar og flæðarmál stöðuvatna (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Kattarjurt (Rorippa islandica)