Fjallabláklukka (Campanula uniflora)

Distribution

Fjallabláklukkan er ein af fágætustu gersemum Íslands. Hún vex aðeins hátt uppi á fjöllum og ekki á hvaða fjalli sem er. Til skamms tíma var hún aðeins þekkt á nokkrum fjöllum beggja megin Eyjafjarðar, Skagafjarðarmegin á Tröllaskaga og á Vatnsdalsfjalli í Húnavatnssýslu, þar til Kristín Aðalsteinsdóttir frá Skjaldfönn kom upp um fyrsta fundarstað hennar á Vestfjörðum. Fjallabláklukkan vex oftast í frá 600 til 900 m hæð, hæst skráð á Kirkjufjalli við Hörgárdal í 1070 m og lægst í Skjaldfannarfjalli við Kaldalón í um 350 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Finnst aðeins hátt til fjalla, uppi á brúnum eða á grónum oft grýttum flötum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (5–15 sm) sem blómstrar dökkbláum klukkum með loðnum bikar í júlí.

Blað

Blöðin hárlaus, þau neðstu stilkuð, öfugegglaga eða langsporbaugótt en ofar á stönglinum stilklaus, lensulaga eða nær striklaga (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Aðeins eitt blóm er á hverjum stöngli. Krónan dökkblá, klukkulaga, töluvert minni en á bláklukku og hlutfallslega þrengri, 1,5–1,8 sm á lengd. Bikarinn loðinn, skarpstrendur, 1–1,2 sm á lengd, klofinn þriðjung niður, svarblár eða svartur, fliparnir oddmjóir. Fræflar fimm, frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún líkist ofurlítið bláklukku en er smávaxnari og hefur minni, grennri og dökkblárri klukku. Auk þess vantar hana kringlótt stofnblöð og bikarinn er hærður (Hörður Kristinsson 1998).

Shortlist

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Fjallabláklukka er ekki á válista en í hættuflokki NT (í nokkurri hættu).

Válisti 1996: Fjallabláklukka er ekki á válista.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Finnst aðeins hátt til fjalla, uppi á brúnum eða á grónum oft grýttum flötum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Fjallabláklukka (Campanula uniflora)