Garðabrúða (Valeriana officinalis)

Mynd af Garðabrúða (Valeriana officinalis)
Picture: Hörður Kristinsson
Garðabrúða (Valeriana officinalis)

Útbreiðsla

Vex villt syðst á landinu en kemur fyrir sem slæðingur annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Sjáöldur katta eru sögð stækka mikið þegar þeir þefa af rótinni, þar af leiðandi var hún talin góð við augnsjúkdómum og kölluð augnrót. Garðabrúðan hefur líka verið nefnd kattarjurt þar sem lyktin af henni ku virka kynörvandi á ketti, þess vegna var því líka trúað að jurtin örvaði einnig ástir manna (Ágúst H. Bjarnason 1994). Jafnframt eru nöfnin velantsjurt og kattarrót þekkt yfir þessa tegund (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Nytjar

Garðabrúða er ræktuð víða í Evrópu og úr henni unnið róandi lyf. Þetta er þekkt lækningajurt en ef rótin er notuð á réttan hátt hefur hún róandi áhrif (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Líffræði

Í rótinni eru sterk róandi efni. Að auki inniheldur jurtin rokgjörn beiskjuefni, ilmolíur og fleiri efni (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Gróðurríkar brekkur, bollar og kjarrlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Stórvaxin jurt (40–80 sm) með stakfjöðruð blöð og lítil, fölbleik blóm í sveipleitri blómskipan.

Blað

Stöngullinn gáróttur. Blöðin gagnstæð, stakfjöðruð, með lensulaga til egglensulaga, tenntum, loðnum smáblöðum. Stofnblöðin langstilkuð með sex til átta blaðpörum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin mörg saman í sveipleitri blómskipan, fimmdeild. Krónan trektlaga, bleik, samblaða með fremur grunnum skerðingum og ávölum flipum. Bikarblöðin 2–3 mm löng, hærð, odddregin, rauðröndótt, himnurend, oft tennt. Fræflar þrír í hverju blómi, ein fræva með einum stíl og þrískiptu fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mjög hagabrúðu sem er smávaxnari, með ofanjarðarrenglur og laufblöðin eru með færri blaðpörum.

Útbreiðsla - Garðabrúða (Valeriana officinalis)
Útbreiðsla: Garðabrúða (Valeriana officinalis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |