Picture: Hörður Kristinsson
Lækjafræhyrna (Cerastium cerastoides)
Útbreiðsla
Lækjafræhyrna er hvarvetna algeng á fjöllum og á hálendinu en víða fátíð á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Deiglendi meðfram lækjasytrum, við uppsprettur, í dýjum og rökum flögum, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Mjög lágvaxin jurt (3–6 sm) með sérkennilega sveigðum blöðum. Blómstrar hvítum blómum í júní.
Blað
Stöngullinn ásamt bikarnum nokkuð kirtilhærður og jarðlægur. Blöðin gagnstæð, hárlaus, aflöng eða lensulaga, snubbótt blaðpörin oftast bæði beygð út til sömu hliðar (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru 7–10 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, 7–8 mm á lengd, með skerðingu í endann, töluvert lengri en bikarblöðin sem eru himnurend, um 5 mm löng. Fræflar tíu og ein fræva með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Tannhýði með tíu tönnum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Þekkist best frá músareyra og vegarfa á hinum hliðsveigðu, hárlausu blaðpörum og á færri stílum.
Útbreiðsla: Lækjafræhyrna (Cerastium cerastoides)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top