Fjallanóra (Minuartia biflora)

Mynd af Fjallanóra (Minuartia biflora)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallanóra (Minuartia biflora)
Mynd af Fjallanóra (Minuartia biflora)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallanóra (Minuartia biflora)

Útbreiðsla

Víða til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Í snögggrónu landi, moldarflögum og raklendi, víða til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Smávaxin jurt (2–5 sm) með mjóum blöðum og litlum, hvítum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Græn jurt. Blöðin mjólensulaga eða striklaga, gagnstæð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin 4–6 mm í þvermál, blómleggir alltaf stutthærðir. Krónublöðin hvít, á lengd við bikarblöðin eða aðeins lengri. Bikarblöðin snubbótt í endann, græn, þrítauga. Fræflar tíu, frævan oftast með þrem til fjórum stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Klofnar í þrjár til fjórar tennur við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst melanóru. Fjallanóran er alveg græn, þekkist vel á bikarblöðunum sem eru ávöl í endann en oddhvöss á melanóru. Frá langkrækli þekkist fjallanóran á stærri blómum, lengri bikarblöðum og þrem stílum fremur en fimm.

Útbreiðsla - Fjallanóra (Minuartia biflora)
Útbreiðsla: Fjallanóra (Minuartia biflora)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |