Skurfa (Spergula arvensis)

Mynd af Skurfa (Spergula arvensis)
Picture: Hörður Kristinsson
Skurfa (Spergula arvensis)
Mynd af Skurfa (Spergula arvensis)
Picture: Hörður Kristinsson
Skurfa (Spergula arvensis)

Útbreiðsla

Gamall slæðingur sem hefur breiðst út um allt suðvestanvert landið og er þar algeng. Einnig er hún töluvert á Austfjörðum sunnanverðum en er sjaldséð á Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Fyrr á öldum var hún nýtt sem fóðurplanta, sérstaklega fyrir kýr og fræ hennar voru notuð til manneldis. Skurfa er nærandi en uppskeran er lítil (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Flög og raskað land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (5–25 sm) með þráðmjó blöð og hvít, fimmdeild blóm. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglarnir eru kirtilhærðir. Blöðin þráðmjó, 1–4 sm á lengd, oftast sex til átta saman í kransi, stundum fleiri (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, 4–6 mm á breidd. Krónublöðin hvít, lítið lengri en bikarblöðin, snubbótt. Bikarblöðin græn eða rauðmenguð, með mjóum himnufaldi. Fræflar fimm eða tíu. Ein fræva með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið klofnar í fimm hluta við opnun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist flæðaskurfu sem er smávaxnari og hefur þrjá stíla á frævunni, hún finnst aðeins í fjörum og á sjávarleirum.

Útbreiðsla - Skurfa (Spergula arvensis)
Útbreiðsla: Skurfa (Spergula arvensis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |