Picture: Hörður Kristinsson
Ljósberi (Viscaria alpina)
Útbreiðsla
Algengur um allt land frá láglendi upp í um 800 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Ljósberi hefur verið nefndur ilmjurt og ununarjurt vegna ilms blómanna. Píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallaljós eru dæmi um önnur nöfn ljósberans (Ágúst H. Bjarnason 1994).
Búsvæði
Þurrir grasbalar, brekkur, móar, flög og melar (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Lágvaxin jurt (6–15 sm) með mjó, gagnstæð blöð og bleik blóm í hnappi á stöngulenda. Blómgast í júlí.
Blað
Stöngullinn með gagnstæðum, rauðmenguðum blöðum. Blöðin odddregin, lensulaga, ýmist rauð eða græn (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru mörg saman í þéttum hnapp sem er um 1,5–2 sm í þvermál á stöngulendanum. Blómin fimmdeild, um 1 sm á lengd. Krónublöðin purpurarauð, klofin í tvo flipa í endann. Bikarinn samblaða, klukkulaga, með snubbóttum sepum, rauður eins og stoðblöð blómanna. Fræflar tíu, ein fræva með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist geldingahnappi en ljósberinn þekkist á blöðóttum stöngli, venjulega dekkri blómum og skerðingu krónublaðanna.
Útbreiðsla: Ljósberi (Viscaria alpina)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top