Bjöllulilja (Pyrola grandiflora)

Distribution

Fremur sjaldgæf tegund sem vex einkum á norðaustanverðu landinu, frá Eyjafirði og austur um (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Hallandi mýrlendi, hálfdeigir lyngmóar og skóglendi innan um lyng og hrís (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (10–20 sm) með fagurgræn nær kringlótt blöð og nokkur drúpandi, hvít blóm í klasa. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Stöngullinn með nokkrum bleikleitum eða móleitum hreisturblöðum (7–10 mm). Laufblöðin stofnstæð, stilkurinn álíka langur eða lengri en blaðkan sem er nær kringlótt eða sporbaugótt, 2–3,5 sm á kant, fremur þykk og skinnkennd, brún hreisturblöð á milli laufblaðanna (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í fremur gisnum klasa. Krónan klofin nær niður í gegn, um 14–18 mm í þvermál. Krónublaðfliparnir öfugegglaga, hvítir eða með ofurlítið bleikum æðum. Fræflar tíu með fagurgulum frjóhirslum. Ein purpurarauð fræva með löngum (7 mm), bognum stíl. Bikarblöðin um 3 mm á lengd, móleit eða bleik (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún er skyld klukkublómi en hefur stærri blóm og gisnari blómskipan og laufblöðin eru skinnkenndari og meira gljáandi á efra borði. Bjöllulilja þekkist einnig vel á hinum langa, bogna stíl.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Hallandi mýrlendi, hálfdeigir lyngmóar og skóglendi innan um lyng og hrís (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Bjöllulilja (Pyrola grandiflora)