Klukkublóm (Pyrola minor)

Distribution

Algengt um allt land, bæði á láglendi og til fjalla allt upp í 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Skóglendi, bollar og gilhvammar, oft í snjódældum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (8–15 sm) með sporbaugótt blöð og þónokkur, hvít, bjöllulaga blóm í klasa. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin sporbaugótt, stundum nær kringlótt með óglöggum tönnum, stilkuð. Smá, hreisturkennd blöð inni á milli laufblaðanna og eitt ofar á stönglinum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í stuttum (1,5–3 sm) klasa. Krónan bjöllulaga en klofin nær niður í gegn, fimmdeild. Krónublöðin sporbaugótt eða nær kringlótt, hvítleit, oftast bleik í endann, 4–5 mm á lengd. Bikarblöðin dökkrauð, um 2 mm á lengd, odddregin. Fræflar tíu. Ein fimmblaða fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst bjöllulilju og grænlilju. Bjöllulilja hefur langan, boginn stíl og stærri og opnari blóm. Grænlilja þekkist á einhliða blómskipan, grænleitri krónu og odddregnari blöðum.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Skóglendi, bollar og gilhvammar, oft í snjódældum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Klukkublóm (Pyrola minor)