Mýraertur (Lathyrus palustris)

Mynd af Mýraertur (Lathyrus palustris)
Picture: Hörður Kristinsson
Mýraertur (Lathyrus palustris)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæfar á Íslandi, fundnar á nokkrum stöðum bæði á Suðurlandi og á Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýraertur vaxa í graslendi, deiglendi eða kjarri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Planta með vafþráðum framan á blöðunum, eitt til þrjú pör striklaga smáblaða. Blómgast sjaldan hér en hefur annars fjólublá blóm.

Blað

Framan á blöðunum eru vafþræðir sem jurtin notar til að festa sig við allan þann gróður sem vex í nágrenni hennar. Hefur aðeins eitt til þrjú pör af striklaga smáblöðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Klasar blómfáir, blómin fjólublá. Blómgast sjaldan hér (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Aldin

Aldinið er belgur, myndaður af einu fræblaði (Lid og Lid 2005).

Greining

Þær minna nokkuð á umfeðming en blöðin hafa aðeins tvö til þrjú pör af striklaga smáblöðum og blómklasarnir eru blómfáir. Blómin heldur rauðleitari en á umfeðmingi.

Útbreiðsla - Mýraertur (Lathyrus palustris)
Útbreiðsla: Mýraertur (Lathyrus palustris)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |