Rauðsmári (Trifolium pratense)

Mynd af Rauðsmári (Trifolium pratense)
Picture: Hörður Kristinsson
Rauðsmári (Trifolium pratense)
Mynd af Rauðsmári (Trifolium pratense)
Picture: Hörður Kristinsson
Rauðsmári (Trifolium pratense)

Útbreiðsla

Innfluttur slæðingur, stundum ræktaður í sáðsléttum. Hann hefur nokkuð víða ílenst og myndar þá töluverðar breiður, ekki síst þar sem hiti er í jörðu. Oft hverfur hann fljótlega aftur úr sáðsléttum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Graslendi og tún, víðast sem óstöðugur slæðingur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá jurt (20–40 sm) með þrífingruð blöð og bleika blómkolla. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin stakstæð, flest stofnstæð, þrífingruð með öfugegglaga eða sporbaugóttum smáblöðum sem oft eru 2–3,5 sm á lengd, gishærð. Axlablöðin mynda himnukennt eða ljósgrænt slíður með dökkum æðum og löngum broddi í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, mörg saman í stórum, egglaga eða hnöttóttum kolli sem er 2,5–3 sm í þvermál. Krónan rauð, 12–16 mm á lengd. Bikarinn 7–8 mm, aðhærður, klofinn til miðs í fimm örmjóa flipa með löngum, útstæðum hárum en samvaxinn í pípu neðan til. Fræflar tíu, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist túnsmára sem þó hefur nær hvít blóm. Rauðsmárinn þekkist örugglega á hæringu bikarsins sem er nær hárlaus á hvít- og túnsmára.

Útbreiðsla - Rauðsmári (Trifolium pratense)
Útbreiðsla: Rauðsmári (Trifolium pratense)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |