Hvítsmári (Trifolium repens)

Mynd af Hvítsmári (Trifolium repens)
Picture: Hörður Kristinsson
Hvítsmári (Trifolium repens)
Mynd af Hvítsmári (Trifolium repens)
Picture: Hörður Kristinsson
Hvítsmári (Trifolium repens)
Mynd af Hvítsmári (Trifolium repens)
Picture: Hörður Kristinsson
Hvítsmári (Trifolium repens)

Útbreiðsla

Algengur um allt land. Í sumum landshlutum fylgir hann nokkuð byggðinni og hegðar sér líkt og gamall, rótgróinn slæðingur en annars staðar, einkum á Norður- og Austurlandi er hann útbreiddur um hagann og upp til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Hvítsmárablöð voru notuð í te og það þótti gott gegn bólgu, brjóstveiki, gulu og ígerðum. Grauta af blöðum og blómum þótti gott að leggja við bólgur. Rót hvítsmára, söxuð og seydd í mjólk þykir góður matur (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Líffræði

Smárinn er níturbindandi jurt eins og margar belgjurtir og skríður út til jaðranna í næringarsnauðum jarðvegi og byrgir hann upp af nítursamböndum. Má oft sjá mikinn grasvöxt inni í smárahringjunum (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Hann vex í valllendi, móum, túnum, hlíðum og gilbrekkum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (10–15 sm) með þrífingruð blöð og hvíta, ilmsterka blómkolla. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn er jarðlægur og skriðull. Blöðin þrífingruð og standa á löngum stilkum upp af láréttum jarðstönglinum. Smáblöðin öfugegglaga eða öfughjartalaga, nær stilklaus nema helst miðblaðið, oftast fínlega skarptennt og eru einkum æðastrengirnir oddhvassir og mynda tennur sem standa út fyrir blaðröndina (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í þéttum, nær hnöttóttum kolli (1,5–2,5 sm) efst á uppréttum hliðarstöngli, heilkrýnd, einsamhverf, stuttstilkuð. Krónan hvítleit, 8–10 mm á lengd. Bikarinn um helmingi styttri, ljós með dökkgrænum taugum, klofinn tæplega niður til miðs, lítið sem ekkert hærður. Bikarfliparnir oddmjóir, himnurendir einkum í greipunum. Fræflar tíu, huldir af krónunni. Frævan ein (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst túnsmára sem er þó stærri og hefur uppréttan stöngul. Smáblöðin eru aldrei öfughjartalaga á túnsmára.

Útbreiðsla - Hvítsmári (Trifolium repens)
Útbreiðsla: Hvítsmári (Trifolium repens)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |