Picture: Hörður Kristinsson
Umfeðmingur (Vicia cracca)
Picture: Hörður Kristinsson
Umfeðmingur (Vicia cracca)
Útbreiðsla
Allvíða í kring um landið á láglendi nálægt byggð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Graslendi, bakkar meðfram ám, sléttar engjar og vegbrúnir (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá jurt (20–50 sm) með fjöðruðum blöðum, vafningsþráðum og fjólubláum blómklösum. Blómgast í júlí.
Blað
Blöðin fjöðruð með átta til tíu pörum af langoddbaugóttum, broddyddum, hærðum smáblöðum. Endasmáblöðin ummynduð í vafþræði sem festa plöntuna rækilega við strá og greinar næstu plantna. Stöngullinn fremur grannur, gáróttur (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru mörg saman, einsamhverf, stuttleggjuð, í einhliða, stilklöngum klösum. Krónan um 1 sm á lengd. Bikarinn hærður, um 4 mm á lengd, með fimm oddmjóum sepum. Fræflar tíu, þar af níu samgrónir í pípu neðan til en einn laus. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist giljaflækju, umfeðmingur er miklu algengari, þekkist á stilklengri, blómfleiri klösum og á fleiri og mjórri smáblöðum.
Útbreiðsla: Umfeðmingur (Vicia cracca)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top