Blágresi (Geranium sylvaticum)

Mynd af Blágresi (Geranium sylvaticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Blágresi (Geranium sylvaticum)
Mynd af Blágresi (Geranium sylvaticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Blágresi (Geranium sylvaticum)
Mynd af Blágresi (Geranium sylvaticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Blágresi (Geranium sylvaticum)

Útbreiðsla

Algengt um mestan hluta landsins. Finnst það alloft upp í 700 m hæð á hálendinu, hæst skráð í 800 m á Snæfellshálsi og Mávatorfu í Veðurárdalsfjöllum. Blágresið er viðkvæmt fyrir beit og hverfur að mestu úr landi þar sem beitarálag er mikið (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Það er í eðli sínu skógarjurt og hefur eflaust verið mun útbreiddara á meðan birki- og víðikjarr klæddi landið. Það hefur einkum þraukað í dældum þar sem snjórinn veitir því skjól á vetrum (Hörður Kristinsson 1998).

Almennt

Blágresi var einnig nefnt sortugras og litunargras en það má ná fram svörtum lit með blöðunum séu þau soðin með sortu og eins var hægt að ná fram bláum lit en sú aðferð lagðist af er indígó komst í notkun (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Blágresi hefur verið notað gegn niðurgangi og hefur eins verið mikið notað við gigt. Blöðin eru einnig góð til að leggja við sár og fleiri húðkvilla (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Blágresi inniheldur m.a. barksýrur, kvoðunga, geranín og sýrur (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Það er mjög oft undirgróður í birkiskógum landsins en vex líka víða í skólsælum brekkum, hvömmum, bollum, hlíðum og í snjódældum til fjalla.

Lýsing

Fremur stór planta (20–50 sm), hærð, með handskiptum, tenntum blöðum og fjólubláum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn gáróttur. Stofnblöðin á löngum stilk, gishærð, djúpt handskipt, fliparnir margskertir og tenntir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, stór, 1,5–2,5 sm í þvermál. Krónan lausblaða, fjólublá. Bikarblöðin græn með breiðum himnufaldi, kirtilhærð, með 2–3 mm löngum broddi í endann. Fræflar tíu, einn stíll með fimmskiptu fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið með langa trjónu sem við þroskun klofnar í fimm ræmur er vefjast upp í sveig neðan frá og fylgir hverjum hluta eitt fræ (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Blágresi (Geranium sylvaticum)
Útbreiðsla: Blágresi (Geranium sylvaticum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |