Akurtvítönn (Lamium purpureum)

Distribution

Finnst nokkuð oft inni í bæjum og í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, þótt ekki geti hún talist algeng (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Röskuð svæði, garðar eða hlaðvarpar (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalhá planta (15–30 sm) með purpurarauðum blómum í blaðöxlunum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn ferstrendur. Blöðin gagnstæð, þéttust efst, stilkuð, hjartalaga eða nýrlaga, gróftennt, tennur sljóar, blöðin misstór, 1–4 sm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru allmörg saman út frá blaðöxlunum. Krónan 10–15 mm á lengd, einsamhverf, purpurarauð, loðin að utan, varaskipt. Bikarinn klofinn í fimm flipa niður að miðju. Bikarfliparnir oddmjóir, nær striklaga, hærðir, gleiðir og útstæðir. Fræflar fjórir. Frævan með einum stíl og klofnu fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist öðrum tvítönnum sem finnast við bæi og í kauptúnum sem slæðingar, með áþekk purpurarauð blóm. Varpatvítönn hefur kringluleitari blöð, þau efri stilklaus og feðma um stöngulinn. Garðatvítönn hefur nýrlaga laufblöð og hlutfallslega lengri bikarflipa.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Röskuð svæði, garðar eða hlaðvarpar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Akurtvítönn (Lamium purpureum)