Blákolla (Prunella vulgaris)

Distribution

Algeng í hlýrri sveitum, annars staðar aðeins við jarðhita. Hana er einkum að finna á Suður- og Vesturlandi, einnig í Eyjafirði og Fljótsdalshéraði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Bollar og grónar gilbrekkur, í kjarri og við laugar. Hitakær jurt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Fremur lágvaxin jurt (8–20 sm) með hærð blöð og fjólublá blóm í aflöngum, sívölum klasa. Blómgast í júní–júlí.

Blóm

Blómin eru einsamhverf, stuttleggjuð, mörg saman í sívölum, keflislaga, um 2 sm löngum klasa. Krónan fjólublá, samblaða með hvelfdri, hjálmlaga efri vör. Bikarinn bjöllulaga, dökkrauðfjólublár, með fimm misbreiðum, oddmjóum, taugaberum tönnum. Fræflar fjórir, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Ferkleyft klofaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Bollar og grónar gilbrekkur, í kjarri og við laugar. Hitakær jurt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Blákolla (Prunella vulgaris)