Blóðberg (Thymus praecox)

Distribution

Algengt um allt land frá láglendi upp í 900 m hæð. Hæst hefur það fundist í 1070 m hæð á Kirkjufjalli við Hörgárdal (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Nytjar

Blóðberg er notað í blóðbergste og er ágætis kryddjurt, enda náskyld erlendri kryddjurt sem gengur undir nafninu Thymian (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Melar, þurr mólendi, hlíðar og klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Jarðlæg planta með mörgum bleikum blómum. Öll plantan hefur sterka angan. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Sprotar jarðlægir, uppréttar hliðargreinar 2–5 sm. Stöngullinn ferstrendur, tvíhliðhærður, stundum alhærður. Laufblöðin lítil, 3–5 mm löng, gagnstæð, spaðalaga eða öfugegglaga með grófum randhárum neðan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru allþétt saman á stöngulendum í öxlum efstu blaðanna. Krónan rauð, fimmdeild, samblaða, varaskipt. Krónufliparnir ávalir og mynda tveir efri vörina en þrír þá neðri. Bikarinn samblaða, varaskiptur, loðinn, með oddmjóum flipum og vísa þrír upp og tveir niður. Fræflar fjórir, tveir langir og tveir stuttir. Ein tvíblaða fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Melar, þurr mólendi, hlíðar og klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Blóðberg (Thymus praecox)