Picture: Hörður Kristinsson
Ljósatvítönn (Lamium album)
Útbreiðsla
Innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Ílendur slæðingur í hlaðvörpum og görðum.
Lýsing
Meðalhá planta (20–40 sm), hærð, með hvítum blómum í blaðöxlunum. Blómgast í júní.
Blað
Stöngullinn allgildur, ferstrendur, hærður. Blöðin gagnstæð, hjartalaga eða egglaga, nokkuð odddregin, gróftennt, hærð, 4–8 sm löng (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru stilklaus, í þyrpingum í blaðöxlunum. Krónan einsamhverf, varaskipt, hvít, 1,5–2 sm á lengd, ginvíð. Bikarinn fimmskiptur, 7–10 mm langur með oddmjóum, gleiðglenntum flipum, grænn með dökkyrjóttum botni. Fræflar fjórir, frjóhirslur dökkar, undir hjálmi efri krónuvarar. Frævan fjórklofin við þroskun aldinsins (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Útbreiðsla: Ljósatvítönn (Lamium album)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top