Lyngbúi (Ajuga pyramidalis)

Distribution

Mjög sjaldgæf jurt sem aðeins finnst norðarlega á Austfjörðum á svæðinu frá Unaósi að Norðfirði, einkum í þeim hlíðum sem vita mót suðri. Hæsti fundarstaður lyngbúans er í 350–400 m undir Nípukolli í Norðfirði (Hjörleifur Guttormsson) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Gras- og lynglautir, stundum undir klettum.

Description

Lágvaxin jurt (10–15 sm) með bláum blómum og fjólubláleitum, gishærðum blöðum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngull kafloðinn, laufblöðin 10–15 sm á lengd, hærð, nær heilrennd og mjókka jafnt niður að stilknum. Stoðblöð blómanna eru miklu lengri (2–3 sm) en blómin, tungulaga, loðin, mjög þétt og krossgagnstæð svo sprotinn virðist ferstrendur (Hörður Kristinsson 1998). Ungir sprotar hafa ferstrenda pýramídalögun áður en þeir teygja úr sér (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blómin eru blá og varaskipt. Krónupípan 10–15 mm löng, neðri vörin fjórflipuð, efri vörin örstutt, blómginið loðið. Fræflar fjórir, frævan með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Smáhnetur með fitutotu, fræjunum er dreift af maurum þar sem þeir eru til staðar (Lid og Lid 2005).

Greining

Auðþekktur á hinum þéttstæðu blöðum blómskipunarinnar sem mynda ferstrendan topp (Hörður Kristinsson 1998).

Shortlist

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Lyngbúi flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga. 

Viðmið IUCN: D1

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D1. Fjöldi fullþroska einstaklinga.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Lyngbúi er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Lyngbúi er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Protection

Lyngbúi er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Gras- og lynglautir, stundum undir klettum.

Biota

Tegund (Species)
Lyngbúi (Ajuga pyramidalis)