Villilín (Linum catharticum)

Mynd af Villilín (Linum catharticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Villilín (Linum catharticum)
Mynd af Villilín (Linum catharticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Villilín (Linum catharticum)

Útbreiðsla

Það er ekki mjög víða á landinu en sums staðar algengt. Það vex einkum á láglendi innan um annan gróður í graskendum móum og hlíðum, stundum einnig í flögum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Villilín er beisk á bragðið. Rót þess er sögð örva hægðir og af því eru nöfnin laxerlín eða laxerurt dregin (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Grasi grónar brekkur og gilkinnungar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fíngerð, fremur lítil jurt (10–20 sm) með sérlega granna stöngla og hvít, fimmdeild blóm. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn mjög grannur, blöðin gagnstæð, 6–10 mm á lengd, mjóoddbaugótt eða lensulaga, hárlaus, heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru hvít, allmörg á hverri plöntu í gisnum kvíslskúf, fimmdeild. Krónublöðin um 4 mm á lengd. Bikarblöðin græn, skarpydd með skörpum kili, um 2,5–3 mm á lengd, með kirtla á röndunum. Fræflar fimm. Ein fræva, stíllinn fimmskiptur ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið nær hnöttótt hýði (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Villilín (Linum catharticum)
Útbreiðsla: Villilín (Linum catharticum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |