Fjalladúnurt (Epilobium anagallidifolium)

Mynd af Fjalladúnurt (Epilobium anagallidifolium)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjalladúnurt (Epilobium anagallidifolium)

Útbreiðsla

Algeng til fjalla en sjaldséð á láglendi í snjóléttum sveitum. Hún vex mest frá 350 til 1000 m hæðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Snjódældir, rakir bollar og við fjallalæki.

Lýsing

Lágvaxin dúnurt (3–6 sm) sem blómstrar fjólubleikum blómum í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn tvíhliðhærður, oftast kengboginn um blómgunartímann en réttir sig stundum upp þegar aldinið þroskast. Blöðin gagnstæð, öfugegglaga, oddbauótt eða lensulaga, oftast snubbótt í endann, 1–1,5 sm á lengd og 3–6 mm á breidd, oftast aðeins tennt, stundum nær heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru rauð, 5–7 mm á stærð. Bikarinn oftast rauður. Fræflar fjórir. Ein fjórblaða fræva með einu óskiptu fræni, frævan undir yfirsætnu blóminu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið klofnar í fjórar ræmur við þroskun og fræin eru með hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist öðrum dúnurtum en er smávaxnari en þær. Hún þekkist best á hinum kengbogna stöngli.

Útbreiðsla - Ljósadúnurtarkynblend. (Epilobium anagallidifolium)
Útbreiðsla: Ljósadúnurtarkynblend. (Epilobium anagallidifolium)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |