Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum)

Mynd af Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum)
Picture: Hörður Kristinsson
Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum)

Útbreiðsla

Hún er allalgeng um allt landið þar sem skilyrði eru fyrir hendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex mest á skuggsælum stöðum í djúpum giljum, gljúfrum eða bröttum moldarbrekkum, klettum eða rökum bollum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (8–15 sm) með fjórdeildum, yfirsætnum, hvítum eða ljósbleikum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn strendur, oftast með mjóum, hærðum rákum. Blöðin gagnstæð, hárlaus, egglaga, sporbaugótt eða oddbaugótt, oftast með ávölum oddi eða snubbótt í endann, 1,5–3 sm á lengd, 6–12 mm á breidd, hárlaus, oftast lítið tennt eða heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru smá, fjórdeild, yfirsætin. Krónan hvít eða ljósbleik, 3–5 mm á lengd. Bikarinn lítið styttri. Fræflar átta. Ein fjórblaða fræva, 3–5 sm á lengd. Frænið kylfulaga, óskipt (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið klofnar í fjóra renninga við þroskun. Fræin með hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á hvítum blómum en blómlaus líkist hún mjög heiðadúnurt eða lindadúnurt. Blöð og stöngull ljósadúnurtarinnar eru þó ætíð ljósgrænni og minna rauðmenguð.

Útbreiðsla - Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum)
Útbreiðsla: Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |