Heiðadúnurt (Epilobium hornemannii)

Mynd af Heiðadúnurt (Epilobium hornemannii)
Picture: Hörður Kristinsson
Heiðadúnurt (Epilobium hornemannii)

Útbreiðsla

Algeng inn til heiða.

Búsvæði

Meðfram lækjum, í lindabollum, við uppsprettur og dý.

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (8–15 sm) með fjórdeildum, bleikum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn strendur, tvíhliðhærður. Blöðin gagnstæð, egglaga eða sporbaugótt, oftast ávöl fyrir endann, smátennt eða nær heilrend, hárlaus, 1–2,5 sm á lengd og 0,5–1,2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru rauð, fjórdeild, 5–7 mm á lengd. Bikarinn um helmingi styttri en krónan, rauður eða grænleitur. Fræflar átta. Ein fjórblaða, hárlaus, rauð fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 2,5–4 sm langt og klofnar í fjórar ræmur við þroskun. Fræin með löngum, hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist lindadúnurt en heiðadúnurt þekkist á því að jarðrenglur eru styttri og fíngerðari, blómin heldur minni, blöðin minna tennt og ávalari fyrir endann. Ljósadúnurt líkist henni mjög en er ljósgrænni og hefur nær hvít blóm.

Útbreiðsla - Heiðadúnurt kynbl. (Epilobium hornemannii)
Útbreiðsla: Heiðadúnurt kynbl. (Epilobium hornemannii)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |