Heiðadúnurt (Epilobium hornemannii)

Distribution

Algeng inn til heiða.

Habitat

Meðfram lækjum, í lindabollum, við uppsprettur og dý.

Description

Fremur lágvaxin planta (8–15 sm) með fjórdeildum, bleikum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn strendur, tvíhliðhærður. Blöðin gagnstæð, egglaga eða sporbaugótt, oftast ávöl fyrir endann, smátennt eða nær heilrend, hárlaus, 1–2,5 sm á lengd og 0,5–1,2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru rauð, fjórdeild, 5–7 mm á lengd. Bikarinn um helmingi styttri en krónan, rauður eða grænleitur. Fræflar átta. Ein fjórblaða, hárlaus, rauð fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 2,5–4 sm langt og klofnar í fjórar ræmur við þroskun. Fræin með löngum, hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist lindadúnurt en heiðadúnurt þekkist á því að jarðrenglur eru styttri og fíngerðari, blómin heldur minni, blöðin minna tennt og ávalari fyrir endann. Ljósadúnurt líkist henni mjög en er ljósgrænni og hefur nær hvít blóm.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Meðfram lækjum, í lindabollum, við uppsprettur og dý.

Biota

Tegund (Species)
Heiðadúnurt (Epilobium hornemannii)