Augnfró (Euphrasia frigida)

Mynd af Augnfró (Euphrasia frigida)
Picture: Hörður Kristinsson
Augnfró (Euphrasia frigida)

Útbreiðsla

Augnfróin er algeng um allt land.

Almennt

Augnfró má nota í öl í stað humla en öl það þykir bragðgott og styrkjandi (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Nytjar

Augnfró er ágætis lækningajurt. Hún er talin góð við augnangri, skýi á auga og viðkvæmum eða sárum augum, þaðan er nafn hennar dregið. Eins er hún góð við þrálátu kvefi, bólgu í ennisholum og lungnakvefi (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Augnfró inniheldur t.a.m. ákúbín, barksýrur, kvoðunga og ilmolíur (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Sléttir bakkar, magurt graslendi og flög.

Lýsing

Lítil jurt (3–15 sm) með hvítum blómum út úr blaðöxlunum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Einær jurt, ýmist ógreind eða nokkuð marggreind. Blöðin gagnstæð eða sum stakstæð, lensulaga, öfugegglaga eða egglaga, gróftennt með útsperrtum tönnum, broddhærð, oftast nokkuð blámenguð, dökkmóleit eða purpurabrún. Blómskipunin þéttblöðótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Krónan einsamhverf, pípulaga neðan til, varaskipt efst, 4–7 mm á lengd, hvítleit með fjólubláum æðum, einkum efri vörin, gulur blettur innarlega á neðri vör. Bikarinn með V-laga broddyddum flipum, grænleitur með dökkum jöðrum og taugum, hærður. Fjórir fræflar með purpurasvörtum frjóhirslum. Ein tvíblaða fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aflangt hýðisaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst kirtilaugnfró sem er afar sjaldgæf og með nær alveg fjólublá blóm, bikarinn er einnig ásamt efstu laufblöðunum nær eingöngu með kirtilhár, blómin heldur stærri (8–9 mm).

Útbreiðsla - Augnfró (Euphrasia frigida)
Útbreiðsla: Augnfró (Euphrasia frigida)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |