Krossjurt (Melampyrum sylvaticum)

Mynd af Krossjurt (Melampyrum sylvaticum)
Picture: Hörður Kristinsson
Krossjurt (Melampyrum sylvaticum)

Útbreiðsla

Vex aðeins á takmörkuðum hluta Vestfjarða, í dölum út frá Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfirði og Þorskafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hún vex í birkikjarri, ætíð innan um og undir birki og virðist háð rótartengslum við birkið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (20–30 sm) með gagnstæð, lensulaga blöð og gul blóm í blaðöxlunum. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglarnir strendir, tvíhliðhærðir. Blöðin gagnstæð, lensulaga, 3–6 sm á lengd, 8–10 mm breið, blaðrendurnar niðurorpnar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, einstök út úr blaðöxlunum, stilklaus. Krónan gul, 10–13 mm á lengd með pípunni, neðri vörin þrítennt, efri vörin hjálmlaga með útstæðum kili, uppbrettur framjaðarinn gulhærður. Bikarinn um 10 mm á lengd, grænn, oft með fjólublárri rák eða blettum, með fjórum útstæðum, odddregnum flipum. Fræflar fjórir. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Flatvaxið hýðisaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Krossjurt (Melampyrum sylvaticum)
Útbreiðsla: Krossjurt (Melampyrum sylvaticum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |