Tröllastakkur (Pedicularis flammea)

Mynd af Tröllastakkur (Pedicularis flammea)
Picture: Hörður Kristinsson
Tröllastakkur (Pedicularis flammea)

Útbreiðsla

Hann er algengur á fjöllum og hálendi, einkum inn til landsins, fátíður nær ströndinni (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Áður fyrr var tröllastakkur gjarna nefndur lúsajurt og er það víða gert þar sem tegundir af þessari ættkvísl vaxa (Ágúst H. Bjarnason 1994) en ættkvíslarheitið Pedicularis er dregið af latneska orðinu pediculus sem þýðir lús (Hörður Kristinsson 1998). Margir trúðu því að húsdýr yrðu lúsug af að éta þessa jurt en sumir hafa skýrt þetta á þann hátt að ef land hefur mikið af tröllastakki sé það svo lélegt til beitar að skepnur þrífist illa og sé því hættara við lús. Einnig hefur seyði úr plöntunni verið notað til að losa húsdýr við lús en í plöntunni er eitur sem óværuna drepur (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Eingöngu til fjalla, deiglendi, rökum hlíðum, oft í mosaríku mýrlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin planta (5–18 sm) með dökkum, fjaðurskiptum blöðum og mörgum gulum blómum í aflöngum klasa. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn strendur eða gáróttur, dökkur, rauður eða blámengaður. Blöðin í stofnhvirfingu, aflöng, stilkuð, oftast meir eða minna fjólubláleit, fjaðurskipt, bleðlarnir tenntir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 12–15 mm á lengd, í klasa á stöngulendanum. Krónan samblaða, einsamhverf, pípulaga, bogin í endann með dökkfjólubláum, hliðflötum hjálmi sem beygir sig yfir blómið en gulri þrískiptri neðrivör með kringlóttum flipum. Bikarinn 6–9 mm á lengd, fimmtenntur, klofinn stutt niður með tenntum flipum, grænn með dökkfjólubláum línum eða blettum. Fræflar fjórir, frævan með einum rauðum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Tröllastakkur (Pedicularis flammea)
Útbreiðsla: Tröllastakkur (Pedicularis flammea)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |