Eggjasjóður (Rhinanthus minor)

Mynd af Lokasjóður (Rhinanthus minor)
Picture: Hörður Kristinsson
Lokasjóður (Rhinanthus minor)

Almennt

Talið er að lokasjóður sé mögulega misritun fyrir lokusjóður en eins eru önnur nöfn þekkt fyrir þessa tegund. Peningagras er alþekkt en aldinin líkjast peningum og hafa löngum verið notuð til leikja. Skrapalaupa er annað nafn sem mögulega er tilkomið vegna þess hve mikið skrjáfar í plöntunni er hún hefur þroskað fræ og er orðin þurr (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Lokasjóður hefur verið notaður í augnskol, t.d. við hvarmabólgu og til að hreinsa slikju af augum. Eins er hann talinn góður við þurrum hósta (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (10–30 sm) með gagnstæð blöð og gulum blómum með krónulaga bikar. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn strendur eða gáróttur, dökkur, rauður eða blámengaður. Blöðin í stofnhvirfingu, aflöng, stilkuð, oftast meir eða minna fjólubláleit, fjaðurskipt. Bleðlarnir tenntir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa í efri blaðöxlunum, einsamhverf, um 15–18 mm á lengd. Krónan samblaða með gulum hjálmi, oft með fjólubláum bletti að framan. Bikarinn flatur, 8–15 mm á lengd, víður um miðjuna, þröngur í opið og með grunnar skerðingar. Fjórir fræflar. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Stórt flatt og kringlótt, um 1 sm (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Lokasjóður (Rhinanthus minor)
Útbreiðsla: Lokasjóður (Rhinanthus minor)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |