Smjörgras (Bartsia alpina)

Mynd af Smjörgras (Bartsia alpina)
Picture: Hörður Kristinsson
Smjörgras (Bartsia alpina)

Útbreiðsla

Smjörgras er algengt um allt land frá láglendi upp í 800–900 m hæð, hæst fundið í 1000 m á Skegguhrygg í Höfðahverfi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst í grónum bollum, giljum, klettum og gróðurgeirum til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Smjörgras er um 15–30 sm á hæð, fjólubláleitt ásýndum og með hærð blöð og stilka. Blómstrar fjólubláum blómum í júní–júlí.

Blað

Laufblöðin nær stilklaus, gagnstæð, egglaga, loðin, reglulega tennt en tennur snubbóttar. Efstu blöðin oft dökkfjólublá (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, um 1,5–2 sm á lengd og sitja í öxlum efstu laufblaðanna. Krónupípan bogin, dökkfjólublá og kirtilhærð. Bikarinn 5–7 mm á lengd, bjöllulaga, dökkur, fimmtenntur, klofinn niður til miðs. Fræflarnir fjórir, álíka langir og krónan. Frævan með aðlægum, uppréttum hárum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið egglaga, odddregið, um 1 sm á lengd og 0,5 sm á breidd, klofnar í tvennt við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Smjörgras (Bartsia alpina)
Útbreiðsla: Smjörgras (Bartsia alpina)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |