Súrsmæra (Oxalis acetosella)

Distribution

Afar sjaldgæf jurt á Íslandi sem nær eingöngu finnst á nokkrum stöðum á Austurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Lyngmóar og urðarjaðrar.

Description

Mjög sjaldgæf tegund með hvítum, fimmdeildum blómum og þrífingruðum blöðum.

Blað

Laufblöðin langstilkuð, þrífingruð, líkjast smárablöðum en þekkjast á því að smáblöðin eru öfughjartalaga. Jarðstöngullinn þéttsettur smáum, þykkum hreisturblöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin fimmdeild, hvít með bláum æðum, 1,5–2 sm í þvermál. Fræflar tíu og ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Fræin þeytast út við aldinþroskunina (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blöð súrsmærunnar minna mjög á blöð hvítsmára, nema að þau hafa skerðingu að framan. Blómin eru þó mjög ólík, þar sem þau eru miklu stærri, regluleg, fimmdeild og eru krónublöðin hvít með bláum æðum.

Shortlist

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Súrsmæra flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D1, 2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D1. Number of mature individuals.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Súrsmæra er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Súrsmæra er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Protection

Súrsmæra er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Lyngmóar og urðarjaðrar.

Biota

Tegund (Species)
Súrsmæra (Oxalis acetosella)