Garðasól (Papaver croceum)

Mynd af Garðasól (Papaver croceum)
Picture: Hörður Kristinsson
Garðasól (Papaver croceum)
Mynd af Garðasól (Papaver croceum)
Picture: Hörður Kristinsson
Garðasól (Papaver croceum)

Útbreiðsla

Innflutt tegund sem hefur verið ræktuð til skrauts í görðum en er lífseig og sáir sér út. Hún er því víða orðin ílend í bæjum og þorpum kring um landið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Garðar og lóðir umhverfis bæi eða í vegköntum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur hávaxin planta (25–40 sm) sem blómstrar stórum hvítum, gulum eða appelsínugulum blómum í júní.

Blað

Stönglarnir blaðlausir, með móleitum, aðlægum hárum. Blöðin stofnstæð, langstilkuð, fjaðurflipótt eða skipt neðst, hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 4–6 sm í þvermál, hvít, gul eða rauðgul. Krónublöðin fjögur. Bikarblöðin tvö, svartloðin, falla strax af við blómgun. Fræflar margir með gular frjóhirslur. Ein stór, svarthærð, stíllaus fræva, með stjörnulaga, sex- til níuarma fræni ofan á toppnum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst melasól. Garðasól þekkist á hárlausum blöðum og á fræninu sem er margskiptara og á miklu stærri blómum.

Útbreiðsla - Garðasól (Papaver croceum)
Útbreiðsla: Garðasól (Papaver croceum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |