Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)

Mynd af Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)
Picture: Hörður Kristinsson
Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)
Mynd af Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)
Picture: Hörður Kristinsson
Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)

Búsvæði

Vex að jafnaði á kafi í vatni, í tjarnabotnum eða laugavætlum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fíngerð jurt sem vex ofast á kafi í grunnu vatni, blómstrar lítt áberandi blómum.

Blað

Stöngull þéttblöðóttur. Blöðin eru krossgagnstæð, fremur stutt (5–10 mm), buguð í endann og breiðfætt, engin flothvirfing (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin blómhlífarlaus; karlblómin með einum fræfli, kvenblómið með einni frævu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin oftast stór og hnöttótt, 2–3 mm í þvermál og með 0,1–0,5 mm breiða vængbrún. Áður en aldin eru fullþroska eru þau greinilega ljósari en blöðin. Aldinleggir útstæðir eða niðursveigðir, falla fljótt af (Lid og Lid 2005).

Greining

Er fremur auðþekkt frá hinum vatnsbrúðunum (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)
Útbreiðsla: Haustbrúða (Callitriche hermaphroditica)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |