Lækjabrúða (Callitriche brutia)

Distribution

Fágæt brúðutegund sem hefur einkum fundist á Suðvesturlandi og Vestfjörðum (Hörður Kristinsson 1998).

Habitat

Tjarnir og lygnir lækir.

Description

Fíngerð jurt sem vex ofast á kafi í grunnu vatni, blómstrar lítt áberandi blómum.

Blað

Smávaxin. Neðri blöðin striklaga með tvær, klólaga tennur í endann. Efri blöðin mjósporbaugótt með þremur taugum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin græn, einkynja, blómhlífarlaus. Karlblóm hafa einn frjóhnapp, kvenblóm með eina frævu (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin þykkt og ljóst, á löngum stilk, nær hnöttótt og 1,1–1,2 mm í þvermál. Vængbrún 0,1 mm breið eða breiðari, úr stuttum, þykkum frumum (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist einna mest síkjabrúðu eða vorbrúðu nema blómin og aldinin eru greinilega leggjuð. Blöðin eru ekki eins löng og á síkjabrúðu en með svipaðar tennur á endanum (Hörður Kristinsson 1998).

Shortlist

DD (vantar gögn)

ÍslandHeimsválisti
DD LC

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Lækjabrúða er á válista í hættuflokki DD (upplýsingar ófullnægjandi).

Válisti 1996: Lækjabrúða er á válista í hættuflokki DD (upplýsingar ófullnægjandi).

Protection

Lækjabrúða er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Tjarnir og lygnir lækir.

Biota

Tegund (Species)
Lækjabrúða (Callitriche brutia)