Picture: Hörður Kristinsson
Tjarnalaukur (Littorella uniflora)
Útbreiðsla
Nokkuð útbreidd á suðvesturlandi en fremur sjaldséð annars staðar á landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Tjarnir, grunn vötn, tjarnastæði og vatnavik, oft í samfelldum breiðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Lágvaxin vatnajurt (5–10 sm) með sívöl blöð í þéttum stofnhvirfingum. Blómgast í júlí.
Blað
Myndar stundum fagurgrænar breiður (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Blöðin eru í þéttum stofnhvirfingum, striklaga, sívöl, 5–10 sm löng og 1–2 mm breið. Myndar oft rótskeytar, bogsveigðar renglur (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru einkynja í sambýli. Karlblómin standa á löngum leggjum út úr blaðhvirfingunni, fjórdeild. Bikarblöðin græn eða rauðstrípuð, himnurend, ydd, 4–5 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst álftalauk og vatnalauk. Álftalaukurinn þekkist á gróhirslunum neðst í blaðfætinum og á fjórum loftgöngum sem eru eftir endilöngum blöðunum að innan (sjást á þversniði).
Útbreiðsla: Tjarnalaukur (Littorella uniflora)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top