Selgresi (Plantago lanceolata)

Distribution

Aðalheimkynni þess eru syðst á landinu. Það vex einkum í bröttum grasbrekkum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Á norðanverðu landinu vex það eingöngu við jarðhita og laugar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Grasi grónar brekkur og blómlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalhá planta (15–35 sm) með lensulaga blöð og blómin í hnöttóttu axi. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn hærður, blaðlaus. Blöðin stofnstæð, stilklöng, blaðkan lensulaga, ydd, bogstrengjótt, 5–12 sm á lengd og 1–2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin smá, þétt saman í stuttu, kringlóttu axi. Krónan móleit, himnukennd, 4 mm löng, klofin í fjóra flipa til miðs. Fliparnir yddir. Bikarblöðin um 2–3 mm á lengd, dökkkbrún efst, himnukennd neðan til með grænni miðtaug. Fræflar fjórir með stórar, 2–3 mm langar frjóhirslur. Frævan með einum, alllöngum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Grasi grónar brekkur og blómlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Selgresi (Plantago lanceolata)