Völudepla (Veronica chamaedrys)

Distribution

Ræktuð í görðum en hefur á einum stað ílenst úti í hinni villtu náttúru á Íslandi skv. Flóru Íslands, 3. útgáfu. Það er á Hvannökrum og Sólbakka í Önundarfirði. Þar hafði hún vaxið í 50 ár þegar Flóra var gefin út um miðja öldina (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Sums staðar ræktuð í görðum en hefur aðeins á einum stað ílenst úti í hinni villtu náttúru (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Meðalhá jurt (15–45 sm) með hærðum blöðum og stönglum. Blómstrar bláum blómum í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn hærður með gagnstæð blöð. Blöðin egglaga, gróftennt, hærð, 1,5–3 sm á lengd, stilklaus eða með örstuttum stilk (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru allmörg saman í fremur gisnum klösum sem sitja í blaðöxlunum, 10–15 mm í þvermál, á 3–8 mm löngum, grönnum leggjum. Krónublöðin misstór, blá með dekkri æðum, bikarblöðin græn, lensulaga eða oddbaugótt, 3–4 mm á lengd, hærð, oddmjó. Fræflar tveir. Ein loðin fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst steindeplu en blöðin eru auðþekkt, stærri og tenntari.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Sums staðar ræktuð í görðum en hefur aðeins á einum stað ílenst úti í hinni villtu náttúru (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Völudepla (Veronica chamaedrys)