Hundasúra (Rumex acetosella)

Distribution

Algeng sums staðar á landinu en sjaldgæf annars staðar. Hún virðist vera rótgróin og gömul í landinu sunnanverðu, Vesturlandi og norður um en austan Eyjafjarðar á Norðurlandi virðist hún aðeins koma fyrir sem slæðingur meðfram vegum og á athafnasvæði landgræðslunnar. Hún hefur því ekki náð því enn að dreifast um allt landið en er í sókn og berst auðveldlega um (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Nafnið hundasúra er að líkindum komið til af því að blöð þessarar tegundar þóttu ekki eins álitleg og blöð túnsúrunnar og því hafi plantan verið kennd við hunda í niðrandi merkingu (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Líffræði

Hundasúran hefur svo gott sem sömu áhrif og túnsúran hvað viðkemur grasalækningum (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Skaðsemi

Súrufrjó (Rumex spp.) valda meðalsterkum (e. moderate) ofnæmisviðbrögðum.Frjótími:Súrufrjó eru í loftinu frá því snemma í júní og fram í ágúst.Víxlbinding:Almennt er víxlbinding við ofnæmisvaka súrufrjóa ekki þekkt.

Habitat

Melar, skriður, sandar og þurrt óræktarland, einnig sem slæðingur í túnum. Myndar oft stórar breiður þar sem áburði er dreift á örfoka sand (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Fremur lágvaxin planta (10–30 sm) með spjót- eða lensulaga blöð og rauða blómklasa á stilkendum. Blómgast í júní.

Blað

Laufblöðin stilkuð, spjót- eða lensulaga. Blaðkan 2–6 sm löng, 2–20 mm breið, með útstæðum eyrum neðst (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin mörg í klasaleitum blómskipunum, einkynja í sérbýli. Blómhlífin sexblaða. Blómhlífarblöðin oftast rauð, sjaldnar græn, 1,5–2 mm löng, þrjú þau ytri mjórri en þau innri. Fræflar sex með rauðum frjóhnöppum. Þrjú ytri blómhlífarblöð kvenblómanna beygjast niður við aldinþroskunina en þau innri eru stærri og lykja um aldinið (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Þrístrent (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst túnsúru en hundasúra er með útstæð horn neðst á blöðkunni á meðan horn túnsúrunnar vísa niður.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Melar, skriður, sandar og þurrt óræktarland, einnig sem slæðingur í túnum. Myndar oft stórar breiður þar sem áburði er dreift á örfoka sand (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Hundasúra (Rumex acetosella)