Naflagras (Koenigia islandica)

Distribution

Að heita má algengt um allt land. Það finnst frá láglendi upp í 800 m hæð, nær jafnvel 1000 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Johann G. König (1728–85), danskur læknir og grasafræðingur var fyrstur til að senda Linné eintök af þessari tegund árið 1767 en þau voru einmitt héðan frá Íslandi, þar af leiddi nafnið Koenigia islandica.

Habitat

Rök flög, leirkenndar flæður og lækjareyrar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Einær, lítil jurt (1–4 sm) með þykkum blöðum og rauðum leggjum. Blómstrar smáum blómum í júní–júlí.

Blað

Einær. Stöngullinn venjulega rauður. Laufblöðin öfugegglaga eða nær kringlótt, græn eða rauð, heilrend, hárlaus. Himnukennt slíður við blaðfótinn. Efstu laufblöðin grænleit eða móleit (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman, þrídeild, oft meir eða minna umlukin efstu laufblöðunum. Blómhlífin einföld, blómhlífarblöðin oftast þrjú en stundum fjögur, hvítleit, græn eða rauð, oft samgróin neðst, snubbótt í endann, 1–2 mm á lengd. Fræflar þrír, ein stíllaus fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið egglaga, stutttrýnd, um 2 mm löng hneta (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Rök flög, leirkenndar flæður og lækjareyrar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Naflagras (Koenigia islandica)