Picture: Hörður Kristinsson
Maríulykill (Primula stricta)
Picture: Hörður Kristinsson
Maríulykill (Primula stricta)
Útbreiðsla
Afar sjaldgæf jurt, aðeins fundin á nokkru svæði innan til í Eyjafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Rök flög, einkum þar sem jarðvegur er grunnur yfir klöppum, deigir árbakkar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Fremur lágvaxin planta (10–20 sm) með blöðin í stofnhvirfingu og nokkur bleik blóm á enda blaðlaus stilksins. Blómgast í maí–júní.
Blað
Stöngullinn blaðlaus, óloðinn. Blöðin í stofnhvirfingu, spaðalaga, 1–2 sm á lengd, dragast jafnt saman í stilk (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin standa nokkur saman í sveip efst á ógreindum stöngli. Krónupípan 7–8 mm á lengd með útbreiddum kraga og fimm bleikrauðum krónuflipum með skerðingu í endann. Bikarinn 4–5 mm á lengd, klofinn fjórðung niður, grænleitur með dökkum, fíngerðum dröfnum ofan til. Fræflar fimm, styttri en krónupípan. Ein fræva. Blómleggirnir 5–10 mm á lengd með stuttum, mjóum stoðblöðum við grunninn (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Válisti
EN (tegund í hættu)
Ísland |
Heimsválisti |
---|
EN |
LC |
Forsendur flokkunar
Maríulykill er þekktur frá nokkrum fundarstöðum við Eyjafjörð en tegundinni virðist hafa hnignað á síðustu árum.
Viðmið IUCN: B1; B2b(iv)
B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2.
B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til:
b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi;
(iv) fjölda fundarstaða eða undirstofna.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Maríulykill er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Válisti 1996: Maríulykill er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Útbreiðsla: Maríulykill (Primula stricta)
Höfundur
Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018
Was the content helpful
Back to top