Jöklasóley (Beckwithia glacialis)

Distribution

Jöklasóley vex aðeins hátt til fjalla og er algeng í sumum landshlutum. Stundum berst hún með skriðum niður á láglendi en verður sjaldan langlíf þar. Mest heldur hún sig á hinum fornu blágrýtisfjöllum en er fáséð á móbergssvæðinu. Til fjalla finnst hún oft upp í 1300 m hæð eða ofar en aðeins á fáum stöðum norðan til á landinu má finna hana neðan 600 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Í Alpafjöllum fer jöklasóleyin hærra en aðarar blómplöntur eða hæst í 4275 m hæð yfir sjó (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Habitat

Kjörlendi jöklasóleyjar eru í grjótskriðum, grýttum melum eða klettum hátt til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Lágvaxin planta (8–15 sm) með hlutfallslega stórum blómum sem eru hvít í fyrstu en verða dumbrauð með tímanum. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin stilklöng, handflipótt eða handskipt, hárlaus, gljáandi. Bleðlarnir sepóttir eða flipóttir, endar snubbóttir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 2–2,5 sm í þvermál, oftast einstök á stöngulendanum. Krónan lausblaða, fimmdeild, oft ofkrýnd. Krónublöðin í fyrstu hvít en verða síðan dumbrauð. Bikarblöðin snubbótt, þéttbrúnhærð. Margir gulir fræflar og margar frævur (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Jöklasóley líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Kjörlendi jöklasóleyjar eru í grjótskriðum, grýttum melum eða klettum hátt til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Jöklasóley (Beckwithia glacialis)