Skriðsóley (Ranunculus repens)

Mynd af Skriðsóley (Ranunculus repens)
Picture: Hörður Kristinsson
Skriðsóley (Ranunculus repens)

Útbreiðsla

Víða um land í byggð. Hún er lítið í óræktuðu, villtu landi og nær aldrei langt frá byggð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hlaðvarpar, tún, garðar og grasbalar umhverfis býli og eyðijarðir. Einnig á lóðum í þéttbýli (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá jurt (15–35 sm) með þrískipt, þríflipótt blöð og gul, fimmdeild blóm. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn er skriðull og rótskeytur, uppsveigður í endann, hærður með stakstæðum og stofnstæðum blöðum og löngum stilk. Blaðstilkar þétthærðir, blaðkan gishærð, þrískipt, miðhlutinn á stuttum stilk, hver blaðhluti djúpskertur í þrjá flipa sem hver um sig er tenntur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin um 1,5–2,5 sm í þvermál. Krónublöðin fagurgul, bikarblöðin bleikmóleit, 5–6 mm löng. Margir fræflar með gulum frjóhnöppum. Allmargar frævur í miðju blóminu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Einfræja smáhnetur með stuttri trjónu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðveldast er að þekkja hana frá brennisóley á laufblöðunum sem eru þrískipt og miðblaðið stilkað.

Útbreiðsla - Skriðsóley (Ranunculus repens)
Útbreiðsla: Skriðsóley (Ranunculus repens)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |