Gullmura (Potentilla crantzii)

Distribution

Algeng um allt land. Gullmuran finnst stundum á setstöðum fugla hátt til fjalla í um 1000 m hæð. Hæst hefur hún fundist í 1200 m hæð á tveim stöðum í fjalllendi Tröllaskaga (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Grundir, móar og hálfgrónar skriður (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin planta (15–25 sm) með fagurgul, fimmdeild blóm og handskipt blöð. Blómgast í maí–júní.

Blað

Laufblöðin djúphandskipt, oftast í þrjá til fimm hluta, gróftennta í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, um 1,5 sm í þvermál. Krónublöðin gul, með rauðgulum bletti neðst að innanverðu, öfughjartalaga með grunnu viki í endann. Bikarinn tvöfaldur, fimm mjóir utanbikarflipar á milli fimm, breiðari, odddreginna bikarblaða. Fræflar og frævur margar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún líkist fljótt á litið sóleyjum en hefur rauðgulan blett niðri við nögl krónublaðanna og skerðingu í þeim að framan. Einnig hefur hún tvöfaldan bikar eins og margar tegundir af rósaætt. Óblómgaða má þekkja hana frá brennisóley og skriðsóley á heldur minni blöðum og loðnari.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Grundir, móar og hálfgrónar skriður (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Gullmura (Potentilla crantzii)