Höskollur (Sanguisorba alpina)

Distribution

Vitað er til þess að Schierbeck landlæknir hafi komið til höskolli á árunum 1886–1890 en hann vex nú í flestum landshlutum. Hann er helst við bæi eða í röskuðu landi. Hann á uppruna sinn að rekja til norðvestanverðs miðhálendis Asíu (Jóhann Pálsson 1999).

In General

Greining á höskolli frá blóðkolli hefur verið á reiki frá fyrstu tíð og þykir ljóst að oft hafi höskollur verið ranglega greindur sem blóðkollur. Höskolli var fyrst lýst sem tegund árið 1829 af grasafræðingnum Bunge (Jóhann Pálsson 1999).

Habitat

Höskollur vex við ræktað land eða í röskuðu landi (Jóhann Pálsson 1999).

Description

Höskollur hefur skriðulan jarðstöngul og vex oft í stórum breiðum, þær geta orðið yfir 100 fermetrar að flatarmáli (Jóhann Pálsson 1999).

Blað

Höskollur hefur skriðulan jarðstöngul og vex oft í stórum breiðum, þær geta orðið yfir 100 fermetrar að flatarmáli. Blöðin eru fölgrágræn. Smáblöð jarðstöngulsins eru á um 1–4 mm löngum stilk og blaðkan gengur nærri þvert út frá stilk smáblaðanna (Jóhann Pálsson 1999).

Blóm

Blómin eru tvíkynja með einn stíl og tvo til fjóra fræfla. Blómskipanin er aflangur, meira eða minna drúpandi kólfur, 2,5–5 sm langur. Blómin eru gráleit eða með brúnni slikju. Fræflarnir eru grágulir og standa langt út úr blóminu (Jóhann Pálsson 1999).

Greining

Kann að minna á blóðkoll en auðvelt er að greina tegundirnar í sundur á blöðunum. Smáblöð á jarðstöngli blóðkollsins eru á 4–10 mm löngum stilk en aðeins á 1–4 mm löngum stilk á höskolli, auk þess eru þessi smáblöð blóðkollsins lítið eitt hjartalaga en svo gott sem þver á höskolli. Að auki er litur blaðanna og vaxtarform tegundanna nokkuð ólíkt.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Höskollur vex við ræktað land eða í röskuðu landi (Jóhann Pálsson 1999).

Biota

Tegund (Species)
Höskollur (Sanguisorba alpina)