Ljónslappi (Alchemilla alpina)

Distribution

Algeng jurt um allt land frá láglendi upp í um 700–800 m hæð. Hæstu fundarstaðir ljónslappa eru 930 m í Reykárbotnum við Bónda í Eyjafirði, og í 900 m í fjallshlíðinni ofan Tjarnar í Svarfaðardal (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Kjörsvæði ljónslappa er í bollum, skriðum, hlíðaskorningum og undir rofabörðum (Hörður Kristinsson 1998). Hann vex oft í þurru mólendi en myndar líka stundum þéttar, ávalar þúfur í fokjarðvegi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Lágvaxin jurt (5–15 sm) með gulgrænum blómum. Blöð handskipt með tenntum endum og þéttri silfurhæringu á neðra borði. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin eru stilklöng (5–10 sm), handskipt með fimm til sjö smáblöðum. Smáblöðin 1,5–2 sm á lengd, tennt í endann, þétt silfurhærð á neðra borði. Blöðin eru dökkgræn og lítt eða ekki hærð á efra borði. Jarðstöngullinn gildvaxinn með himnukenndum, brúnum lágblöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru allmörg saman í blómhnoðum sem standa í blaðöxlum; þau eru fjórdeild, 2,5–3,5 mm í þvermál. Krónublöð vantar. Bikarblöð gulgræn, fjögur í kross með hárskúf í oddinn. Örmjóir og stuttir utanbikarflipar í blaðvikunum. Fræflar fjórir, ein fræva með einum hliðstæðum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Greining

Blómin líkjast blómum maríustakks og maríuvattar en ljónslappi er auðþekktur á blöðunum (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Kjörsvæði ljónslappa er í bollum, skriðum, hlíðaskorningum og undir rofabörðum (Hörður Kristinsson 1998). Hann vex oft í þurru mólendi en myndar líka stundum þéttar, ávalar þúfur í fokjarðvegi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Ljónslappi (Alchemilla alpina)