Reynir (Sorbus aucuparia)

Distribution

Er á stangli í mörgum birkiskógum kring um landið, t.d. á Vestfjörðum. Hann er einnig töluvert ræktaður heima við bæi og þaðan bera fuglar fræ um víðan völl. Hann sáir sér því víða en kemst ekki á legg nema þar sem hann fær frið fyrir beit, eins og t.d. inni í görðum og í blómabeðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Sú var hjátrúin að reyni fylgdu níu náttúrur vondar og níu góðar (Ágúst H. Bjarnason 1994). Reynir var helgaður Þór og kallaður björg Þórs. Jafnframt var mikil helgi á reyninum í kristni og mátti þá hvorki höggva hann né skerða (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Nytjar

Berin þykja mjög góð í sultu. Auk þess er seyði af berjunum talið þvagdrífandi og styrkjandi og því notað við niðurgangi og blöðrusteini (Ágúst H. Bjarnason 1994). Einkum er það ferskur berjasafi sem notaður er sem hægðalyf, sérstaklega fyrir börn. Einnig má nota safann við hálsbólgu, kvefi og fleiri kvillum (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998). Reyniviður er góður í rennismíði en er illa naglheldur (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Líffræði

Sem dæmi um efni í reyni má nefna barksýrur, sorbítól, sorbínsýru, eplasýru og C-vítamín (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Habitat

Einkum í birkiskógum eða giljum, auk þess ræktaður víða í görðum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalhátt tré (2–12 m) með stakfjöðruð blöð, hvíta blómklasa og á haustin rauða berjaklasa. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin stakfjöðruð. Smáblöðin tennt, oftast lensulaga, langegglaga eða oddbaugótt, 2,5–6 sm á lengd, gishærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru mörg saman í þéttum, sveiplaga skúfum, yfirsætin, 10–15 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, ávöl að framan, naglmjó. Bikarblöðin örstuttir, þríhyrndir separ. Fræflar margir. Ein fræva, oftast með þrem stílum, stundum fleiri. Blómleggir og bikarar loðnir (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið líkist rauðu beri (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Einkum í birkiskógum eða giljum, auk þess ræktaður víða í görðum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Reynir (Sorbus aucuparia)