Skeljamura (Argentina egedii)

Búsvæði

Vex eingöngu á sjávarflæðum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Mjög smávaxin jurt (2–5 sm) með fjöðruð, tennt blöð og gul, fimmdeild blóm (Lid og Lid 2005).

Blað

Aðeins þrjú til fjögur smáblaðapör með þrjár til fimm snubbóttar tennur á hvorri hlið, nær hárlaus (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómleggir stuttir og hárlausir. Bikarblöð snubbótt (Lid og Lid 2005). Útbikarblöðin styttri en bikarblöðin, mjó og heilrennd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mjög tágamuru en skeljamura er smávaxnari og vex eingöngu á sjávarflæðum.

Útbreiðsla - Skeljamura (Argentina egedii)
Útbreiðsla: Skeljamura (Argentina egedii)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |