Tágamura (Argentina anserina)

Distribution

Hún er algeng allt í kringum landið en sést oft lítið lengra frá sjó (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Í Þýskalandi, á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, var duft úr rótum og blöðum tágamuru selt í hylkjum sem lyf við sárum tíðaverkjum. Jafnframt voru rætur notaðar til manneldis, ýmist malaðar eða soðnar í mjólk og vatni. Tágamura hefur einnig verið nefnd silfurmura (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Tágamuran er góð til að eyða bólgu, lina krampa og er mikið notuð gegn niðurgangi. Eins er hún góð gegn krömpum og verkjum í legi svo eitthvað sé nefnt (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Tágamura inniheldur m.a. barksýrur, tormentól og flavona (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Habitat

Kjörlendi er í sendnum jarðvegi, einkum nærri sjó eða meðfram ám (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Tágamura er blaðfögur, lágvaxin, skriðul planta (5–15 sm) sem blómstrar heiðgulum, fimmdeildum blómum í júní.

Blað

Laufblöðin stakfjöðruð, með fimm til tólf pörum smáblaða sem eru lensulaga eða öfugegglaga, gróftennt og þétt-silfurhærð á neðra borði, stundum báðum megin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild. Krónublöð gul, 2–2,5 sm í þvermál. Bikarinn grænn, tvöfaldur; fimm mjóir utanbikarflipar á milli bikarblaðanna, venjulega heldur lengri en bikarblöðin. Margir fræflar og margar frævur (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Afbrigði hennar sem vex eingöngu á sjávarfitjum er yfirleitt talin sjálfstæð tegund eða deilitegund og kallast skeljamura (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist mjög skeljamuru sem er smávaxnari og vex eingöngu á sjávarflæðum.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Kjörlendi er í sendnum jarðvegi, einkum nærri sjó eða meðfram ám (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Tágamura (Argentina anserina)