Alaskavíðir (Salix alaxensis)

Distribution

Heimkynni alaskavíðis eru í N.-Ameríku og austast í Asíu en hann var fluttur hingað til lands um 1970 og hefur verið að breiðast hratt út (Ásgeir Svanbergsson 1989).

Habitat

Alaskavíðir hefur helst náð fótfestu utan ræktar, þar sem gróður er hvorki þéttur né hávaxinn (Ásgeir Svanbergsson 1989).

Description

Fljótvaxta runni (1–8 m hár) með sporbaugótt til öfugegglaga, djúpgræn blöð með ljósu, lóhærðu neðra borði. Reklarnir aflangir og uppréttir.

Blað

Uppréttir runnar eða lágvaxin tré, 1–8 m há með uppréttar eða -sveigðar greinar. Sprotar sterklegir, 3–6 mm í þvermál, þéttlóhærðir en verða hárlausir á blettum, rauðleitir undir lónni. Axlablöð striklaga til mjólensulaga, 8–12 mm löng, fínsagtennt með kirtilhárum á jöðrum, lóhærð, falla ýmist af eða ekki. Laufblöð frekar þétt saman við enda sprotanna, sporbaugótt til öfugegglaga, odddregin eða ydd, 5–25 mm breið, 3–8 sm löng, djúpgræn og hárlaus nema á miðstrengnum á efra borði, silfruð og þéttlóhærð á neðra borði, heilrend eða svo gott sem, blaðstilkur allt að 1 sm langur, vanalega styttri (Wiggins og Thomas 1962).

Blóm

Reklarnir á stuttum, gildum, mjúklóhærðum blómskipunarlegg. Rekillinn er aflangur, 1,5–1,8 sm í þvermál, 4–12 sm á lengd, uppréttur. Fræflar tveir, sjaldan þrír. Frævur 4–5 mm langar við blómgun, þéttsilkihærðarmeð hvítum til fölryðlitum hárum sem verða 6–8 mm löng er plantan er komin í aldin. Stílar mjóir, 2–3,5 langir, frænin mjó, 1–1,5 mm löng (Wiggins og Thomas 1962).

Aldin

Fræin eru búin löngum svifhárum (6–8 mm) (Wiggins og Thomas 1962).

Greining

Alaskavíðirinn er mun hávaxnari og beinvaxnari heldur en bæði grávíðir og loðvíðir

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Alaskavíðir hefur helst náð fótfestu utan ræktar, þar sem gróður er hvorki þéttur né hávaxinn (Ásgeir Svanbergsson 1989).

Biota

Tegund (Species)
Alaskavíðir (Salix alaxensis)