Dökkvíðir (Salix myrsinifolia)

Distribution

Innflutt tegund sem víða var ræktuð í görðum og í skjólbeltum frá því um miðja síðustu öld. Hún er löngu farin að sá sér út um víðan völl og er engin trjátegund á Íslandi jafn dugleg að sá sér og vaxa upp úr þéttum grassverði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Stórir runnar eða lítil, einstofna tré sem blómstra samhliða eða á undan laufgun.

Blað

Stórir runnar eða lítil, einstofna tré. Árssprotar hvítloðnir. Blöð þykk, ljósgræn (ekki blágræn), fínhærð á neðra borði og stundum efra borði, dökkna er þau þorna (Lid og Lid 2005).

Blóm

Rekilstilkar oftast með stór blöð. Rekilhlífar oftast loðnar (Lid og Lid 2005).

Greining

Hún líkist nokkuð íslenska gulvíðinum en blöðin eru ekki eins gljáandi á efra borði og ótennt. Á viðjunni er lítill munur efra og neðra borðs laufblaðanna. Vaxtarlagið er einnig ólíkt gulvíðinum, viðjan vex venjulega beint upp, grönn og einstofna að mestu en gulvíðirinn myndar breiða, margstofna runna.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Dökkvíðir (Salix myrsinifolia)