Gulvíðir (Salix phylicifolia)

Distribution

Gulvíðir er algengur um allt landið upp í 550 til 600 m hæð en vex sjaldan hærra (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Gulvíðirinn hefur fyrrum verið einn aðalskógarrunninn ásamt birkinu. Hann myndar stóra, kringlótta runna í deiglendi þar sem beit er lítil (Hörður Kristinsson 1998).

Habitat

Engjar og bakkar meðfram ám, hlíðar og mólendi, einkum þar sem nokkur jarðraki er, myndar stundum undirgróður í birkiskógum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Runni eða tré sem getur verið allt að 5 m hár, blöðin fagurgræn og aflöng. Blómgast í maí–júní.

Blað

Runni eða tré með lensulaga eða oddbaugóttum, hárlausum blöðum sem eru gljáandi á efra borði, grádöggvuð á því neðra, 3–5 sm á lengd og 1–2 sm á breidd. Blaðrendur niðurorpnar. Hálfvaxin blöð ofurlítið hærð, einkum á röndunum en fullvaxin eru blöðin hárlaus. Greinarnar eru rauðgular eða rauðbrúnar, hárlausar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í 2–4 sm löngum reklum, einkynja. Rekilhlífarnar með löngum hárum, ljósmóleitar. Fræflarnir tveir í hverju karlblómi. Frævan loðin, stíll og fræni gulgrænleit að lit (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst grávíði sem hefur áþekk blöð. Gulvíðiblöð eru meira gljáandi og hárlaus, oftast má einnig greina örfínar tennur sem ekki eru á grávíðinum.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Engjar og bakkar meðfram ám, hlíðar og mólendi, einkum þar sem nokkur jarðraki er, myndar stundum undirgróður í birkiskógum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Gulvíðir (Salix phylicifolia)