Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)

Mynd af Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)
Picture: Hörður Kristinsson
Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)

Útbreiðsla

Ekki algengur en þó allvíða um land. Hann er einna algengastur á Norður- og Austurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Í giljum og klettum, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin tegund (8–20 sm) með sepóttum blöðum og hvítum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin nýrlaga með þrístrendum, oftast fimm en stundum sjö sepum að framan. Efstu stöngulblöðin þrísepótt eða heil (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 10–18 mm í þvermál. Krónublöðin hvít. Bikarblöðin um þriðjungur af lengd krónublaðanna. Fræflar tíu, frævan klofin í toppinn með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Litlir dökkrauðir laukknappar í öxlum sumra stöngulblaðanna. Hvítleitir, þykkblöðóttir laukknappar við stofninn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blómin líkjast mosasteinbrjót en blöðin lækjasteinbrjót. Laukasteinbrjótur þekkist best á hinum rauðu laukknöppum í blaðöxlunum.

Útbreiðsla - Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)
Útbreiðsla: Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |